UM OKKUR
Dýrin okkar er lítið fjölskyldufyrirtæki og gæludýravefverslun rekin af fjölskyldu á Akureyri, Anítu og Ómari, barni og hundum. Við höfum átt hunda í um 10 ár og eigum núna 3 husky hunda. Við erum virk í sleðahundasportinu og tökum þátt í félagsstarfi sem við kemur því, sem og að keppa og skemmta okkur að hjóla, hlaupa og fara á sleða með hundunum. Einnig tekur Aníta þátt í hundasýningum.
Okkar meginmarkmið með þessari verslun er að bjóða upp á vörur sem við höfum sjálf trú á og eru af góðum gæðum fyrir elsku dýrin okkar. Hvort sem það eru beisli, ólar, dót eða matardallar, þá eiga bestu vinirnir alltaf það besta skilið, að okkar mati.
Við erum virk á instagram.com/dyrinokkar.is og facebook.com/dyrinokkar.is, þar sem við auglýsum nýjar vörur og ýmislegt sem er í gangi hjá versluninni.
Dyrinokkar.is er rekin á kt. 280288-2849, Aníta Einarsdóttir, og VSK nr. 149659.