Snyrtistofa

Dýrin okkar snyrtistofa er lítil og persónuleg snyrtistofa á Akureyri sem tekur vel á móti öllum hundum og köttum. Þar er boðið upp á alla þá snyrtingu og dekur sem til þarf og hver og einn hundur/köttur fær þá athygli og umönnun sem þörf er á í notarlegu umhverfi.

Snyrtirinn er Aníta, lærður hunda- og kattasnyrtir frá JKL Grooming í Kanada. Hún hefur alltaf verið mikill dýravinur en hefur átt hunda sl. 10 ár og séð um feldumhirðu á þeim sjálf allan þann tíma. Hún lét svo drauminn rætast að læra hunda- og kattasnyrtingu til að opna sína eigin stofu og geta unnið með dýrum alla daga.

  

Hægt er að fylgjast með snyrtistofunni á Facebook og Instagram. Þar er alltaf velkomið að senda skilaboð en þar verður einnig auglýst þegar stofan opnar formlega.

Verðskrá kemur fljótlega.