Þurrsjampóið er í froðuformi og er ætlað til að nota á milli baða eða í neyðartilvikum þegar ekki er tími til að baða. Hefur allt sem gott sjampó þarf að hafa, án þess að þurfa að brasa við að baða.
Sjampóinu er sprautað í hendina, nuddað í feldinn og þurrkað yfir með handklæði eða greitt úr.
Hentar öllum gerðum af feld
Inniheldur m.a. aloe vera, kamillu extract og kókosolíu. Inniheldsefnin eru mild sem þýðir að þau hreinsa ekki náttúrulegar olíur feldsins og næring í froðinni gerir það að verkum að feldurinn verður einstaklega flottur eftir á.
Ilmur: Barnapúður
Kemur í 200 ml brúsa